Útrýmum kynbundnum launamun Þorsteinn Gunnlaugsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 7. október 2016 07:00 Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Þar með er ekki sagt að við höfum náð markmiðum okkar. Ef við ætlum að vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við að sýna meiri metnað. Eitt stærsta málið þar er kynbundinn launamunur. Þessi launamunur hefur verið þrálátur og árangur okkar á liðnum árum lítill sem enginn. Kynbundinn launamunur mælist enn 10% samkvæmt nýlegri launakönnun VR og hefur lítið breyst frá 2009. Sú staða er einfaldlega óverjandi.Ríkið sýni gott fordæmi Hið opinbera á að gera gangskör að því að útrýma þessu óréttlæti í starfsemi sinni. Innleiða þarf jafnlaunavottun, þ.e. staðfestingu utanaðkomandi aðila á að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi, hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Jafnframt verður að tryggja að jafnvægi náist milli kynjanna í öllum stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Með þessum tveimur aðgerðum tryggjum við að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. Við þurfum hins vegar að gera enn betur en það. Mótaður hefur verið staðall um jafnlaunavottun, sem ætlað er að gera fyrirtækjum kleift að útrýma kynbundnum launamun og fá staðfestingu á því með sérstakri vottun. Hér erum við í fararbroddi á alþjóðavísu. Við eigum að ganga skrefinu lengra og gera fyrirtækjum með 20 starfsmenn eða fleiri skylt að fá og viðhalda vottun samkvæmt þessum staðli. Með sama hætti og fyrirtækjum er skylt að láta endurskoða ársreikninga sína væri þeim skylt að láta votta launakerfi sín til staðfestingar á því að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Reynsla okkar af lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja sýnir að með þessum hætti getum við náð árangri. Umræðan um jafnréttismál snýst ekki bara um mannréttindi. Hún snýst jafnframt um almenna heilbrigða skynsemi. Með því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði fá kraftar okkar allra notið sín, óháð kyni eða öðrum þáttum sem aðgreina okkur. Jafnrétt á vinnumarkaði leiðir því til fjölbreyttara og öflugra efnahagslífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Þar með er ekki sagt að við höfum náð markmiðum okkar. Ef við ætlum að vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við að sýna meiri metnað. Eitt stærsta málið þar er kynbundinn launamunur. Þessi launamunur hefur verið þrálátur og árangur okkar á liðnum árum lítill sem enginn. Kynbundinn launamunur mælist enn 10% samkvæmt nýlegri launakönnun VR og hefur lítið breyst frá 2009. Sú staða er einfaldlega óverjandi.Ríkið sýni gott fordæmi Hið opinbera á að gera gangskör að því að útrýma þessu óréttlæti í starfsemi sinni. Innleiða þarf jafnlaunavottun, þ.e. staðfestingu utanaðkomandi aðila á að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi, hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Jafnframt verður að tryggja að jafnvægi náist milli kynjanna í öllum stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Með þessum tveimur aðgerðum tryggjum við að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. Við þurfum hins vegar að gera enn betur en það. Mótaður hefur verið staðall um jafnlaunavottun, sem ætlað er að gera fyrirtækjum kleift að útrýma kynbundnum launamun og fá staðfestingu á því með sérstakri vottun. Hér erum við í fararbroddi á alþjóðavísu. Við eigum að ganga skrefinu lengra og gera fyrirtækjum með 20 starfsmenn eða fleiri skylt að fá og viðhalda vottun samkvæmt þessum staðli. Með sama hætti og fyrirtækjum er skylt að láta endurskoða ársreikninga sína væri þeim skylt að láta votta launakerfi sín til staðfestingar á því að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Reynsla okkar af lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja sýnir að með þessum hætti getum við náð árangri. Umræðan um jafnréttismál snýst ekki bara um mannréttindi. Hún snýst jafnframt um almenna heilbrigða skynsemi. Með því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði fá kraftar okkar allra notið sín, óháð kyni eða öðrum þáttum sem aðgreina okkur. Jafnrétt á vinnumarkaði leiðir því til fjölbreyttara og öflugra efnahagslífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar