Björn Bergmann og Ögmundur byrja gegn Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 17:30 Björn Bergmann Sigurðarson byrjar í sínum öðrum landsleik fyrir A-landslið Íslands. vísir/vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45