Finnar fengu sinn Lars frá Lars Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 06:00 Backe bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari Finnlands. vísir/anton „Ég talaði við hann áður en ég tók við starfinu og hann sagði mér að kýla á þetta,“ sagði Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, um Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi finnska landsliðsins í fótbolta í Laugardalnum í gær. Lallinn okkar sagði góðvini sínum til margra ára að taka við finnska starfinu eftir fjögur ár frá boltanum vitandi að Ísland og Finnland myndu mætast í undankeppni HM. Það gera þjóðirnar einmitt á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum verið vinir í mörg ár og eigum fyrirtæki saman. Það gengur reyndar ekki alveg nógu vel,“ sagði Backe og hló. „Annars höfum við ekkert talað saman um leikinn enda er Lars svo tengdur Íslandi.“Þeirra eigin Lars Að sitja blaðamannafund Backe í gær var merkilegt fyrir blaðamann því hæglega hefði verið hægt að loka augunum og ímynda sér að Lars Lagerbäck væri að þjálfa finnska liðið. Góðvinirnir eru mjög svipaðar týpur, tala svipaða ensku og hafa svipaðar fótboltapælingar. Annar er meira að segja kallaður Lasse og hinn Hasse. Þegar Lars tók við íslenska landsliðinu byrjaði hann á fjórum erfiðum vináttuleikjum sem töpuðust allir. Backe gerði það sama með Finnana en liðið hefur ekki unnið leik síðan hann tók við í byrjun árs. Tvö jafntefli í átta leikjum og sex töp fyrir þjóðum eins og Belgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Það er engin tilviljun að finnska liðið er að byrja eins undir stjórn Hasse og íslenska gerði undir stjórn Lasse. „Við eigum þetta sameiginlegt. Þetta er eitthvað sem hefur virkað mjög vel hjá Lars. Þið byrjuðuð líka illa en komust í gang og vonandi verður þetta eins hjá okkur. Við Lars viljum alltaf spila við þá bestu því þá færðu bestu svörin og leikmennirnir geta mátað sig á móti þeim bestu og vita hvaða skref þeir þurfa að taka,“ sagði Backe. Finnska liðið gerði aftur á móti ekki eins og það íslenska og vann fyrsta leik sinn í undankeppni undir stjórn Lars. Finnar gerðu jafntefli við nýliða Kósóvó.Veit allt um Ísland Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali í aðdraganda leiksins að hann þekkti vel til vinnubragða Backe eftir tíma sinn með Lars. „Ég veit líka nákvæmlega hvernig þeir [Ísland] vinna. Og þá meina ég í smáatriðum,“ svaraði Backe um leið. „Ísland spilar eins á móti öllum liðum hvort sem það er heima eða úti en það er líka ein ástæða þess að liðinu gengur svona vel.“ Einhverjar breytingar gætu orðið á byrjunarliði Íslands vegna meiðsla en Backe ítrekaði orð sín mjög skýrt. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það spilar. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarliðið. Ef einhver á að komast í liðið verður annar að detta út vegna meiðsla. Annars er þetta alltaf eins,“ sagði Backe.Hvað gerir Heimir? Íslenska landsliðið verður án Kolbeins Sigþórssonar á morgun annan leikinn í röð. Jón Daði Böðvarsson er einnig tæpur en verði hann ekki með þarf Heimir að taka ákvörðun um hvort hann byrji með hinn sjóðheita Viðar Örn Kjartansson eða gefi Birni Bergmann Sigurðarsyni óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Alfreð og Viðar Örn eru frábrugðnir Kolbeini, Jóni Daða og Birni Bergmann sem eru stærri og sterkari og vinna meiri háloftavinnu. Einhverjar áherslubreytingar þurfa því að vera á liðinu af Alfreð og Viðar Örn byrja. Heimir og Lars reyndu að skapa meiri breidd í liðinu með því að prófa 50 leikmenn á milli undankeppni EM og lokamótsins og nú gæti reynt á hana. „Það er þess vegna að við viljum ekki að umræðan snúist um þá sem eru meiddir heldur þá sem munu spila í staðinn ef þeir koma inn. Við fundum það og sáum bæði fyrir EM og í Frakklandi að það eru fullt af mönnum sem eru tilbúnir og æstir í að spila. Ég veit að þeir munu spila vel þegar kallið kemur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira
„Ég talaði við hann áður en ég tók við starfinu og hann sagði mér að kýla á þetta,“ sagði Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, um Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi finnska landsliðsins í fótbolta í Laugardalnum í gær. Lallinn okkar sagði góðvini sínum til margra ára að taka við finnska starfinu eftir fjögur ár frá boltanum vitandi að Ísland og Finnland myndu mætast í undankeppni HM. Það gera þjóðirnar einmitt á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum verið vinir í mörg ár og eigum fyrirtæki saman. Það gengur reyndar ekki alveg nógu vel,“ sagði Backe og hló. „Annars höfum við ekkert talað saman um leikinn enda er Lars svo tengdur Íslandi.“Þeirra eigin Lars Að sitja blaðamannafund Backe í gær var merkilegt fyrir blaðamann því hæglega hefði verið hægt að loka augunum og ímynda sér að Lars Lagerbäck væri að þjálfa finnska liðið. Góðvinirnir eru mjög svipaðar týpur, tala svipaða ensku og hafa svipaðar fótboltapælingar. Annar er meira að segja kallaður Lasse og hinn Hasse. Þegar Lars tók við íslenska landsliðinu byrjaði hann á fjórum erfiðum vináttuleikjum sem töpuðust allir. Backe gerði það sama með Finnana en liðið hefur ekki unnið leik síðan hann tók við í byrjun árs. Tvö jafntefli í átta leikjum og sex töp fyrir þjóðum eins og Belgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Það er engin tilviljun að finnska liðið er að byrja eins undir stjórn Hasse og íslenska gerði undir stjórn Lasse. „Við eigum þetta sameiginlegt. Þetta er eitthvað sem hefur virkað mjög vel hjá Lars. Þið byrjuðuð líka illa en komust í gang og vonandi verður þetta eins hjá okkur. Við Lars viljum alltaf spila við þá bestu því þá færðu bestu svörin og leikmennirnir geta mátað sig á móti þeim bestu og vita hvaða skref þeir þurfa að taka,“ sagði Backe. Finnska liðið gerði aftur á móti ekki eins og það íslenska og vann fyrsta leik sinn í undankeppni undir stjórn Lars. Finnar gerðu jafntefli við nýliða Kósóvó.Veit allt um Ísland Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali í aðdraganda leiksins að hann þekkti vel til vinnubragða Backe eftir tíma sinn með Lars. „Ég veit líka nákvæmlega hvernig þeir [Ísland] vinna. Og þá meina ég í smáatriðum,“ svaraði Backe um leið. „Ísland spilar eins á móti öllum liðum hvort sem það er heima eða úti en það er líka ein ástæða þess að liðinu gengur svona vel.“ Einhverjar breytingar gætu orðið á byrjunarliði Íslands vegna meiðsla en Backe ítrekaði orð sín mjög skýrt. „Ísland mun aldrei breyta leikstíl sínum sama á móti hverjum það spilar. Ísland spilaði alla leikina á EM með sama byrjunarliðið. Ef einhver á að komast í liðið verður annar að detta út vegna meiðsla. Annars er þetta alltaf eins,“ sagði Backe.Hvað gerir Heimir? Íslenska landsliðið verður án Kolbeins Sigþórssonar á morgun annan leikinn í röð. Jón Daði Böðvarsson er einnig tæpur en verði hann ekki með þarf Heimir að taka ákvörðun um hvort hann byrji með hinn sjóðheita Viðar Örn Kjartansson eða gefi Birni Bergmann Sigurðarsyni óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Alfreð og Viðar Örn eru frábrugðnir Kolbeini, Jóni Daða og Birni Bergmann sem eru stærri og sterkari og vinna meiri háloftavinnu. Einhverjar áherslubreytingar þurfa því að vera á liðinu af Alfreð og Viðar Örn byrja. Heimir og Lars reyndu að skapa meiri breidd í liðinu með því að prófa 50 leikmenn á milli undankeppni EM og lokamótsins og nú gæti reynt á hana. „Það er þess vegna að við viljum ekki að umræðan snúist um þá sem eru meiddir heldur þá sem munu spila í staðinn ef þeir koma inn. Við fundum það og sáum bæði fyrir EM og í Frakklandi að það eru fullt af mönnum sem eru tilbúnir og æstir í að spila. Ég veit að þeir munu spila vel þegar kallið kemur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Fleiri fréttir Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjá meira