Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 11:37 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Youtube/Molde Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira