Kosningaloforð og séríslenskir stjórnarhættir Arndís Herborg Björnsdóttir skrifar 4. október 2016 10:04 Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun