Innlent

Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bráðalæknar segja ekki ganga upp að sjúklingar liggi á göngunum og að álagið sé mikið á starfsfólki.
Bráðalæknar segja ekki ganga upp að sjúklingar liggi á göngunum og að álagið sé mikið á starfsfólki. vísir/Ernir
Í forstjórapistli sínum á heimasíðu Landspítalans skrifar Páll Matthíasson um hina heilögu þrenningu í rekstri spítalans. Að tryggja viðunandi rekstrarfé, byggja upp innviðið starfseminnar, þegar kemur að tækjabúnaði og viðhaldi bygginga, en síðast en ekki síst um mönnun heilbrigðisstétta.

Í gær fékk hann áminningu frá öllum sérfræðilæknum bráðamóttökunnar, tuttugu talsins. Telja þeir að ástandið þar verði ekki unað enda geti þeir ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna við þær aðstæður sem skapast í starfseminni.

„Þeir vekja athygli á því að álagið sé gríðarlega mikið og á köflum sé í raun og veru neyðarástand. Vegna mikils álags þar sem fjöldi fólks kemst ekki áfram inn á spítalann.“

Páll bendir á að reynt hafi verið að bregðast við of mörgum sjúklingum með margvíslegum hætti en að lausn vandans felist í að skoða málið heildrænt og þar komi stjórnvöld inn í málið.

„Við þurfum í raun sameiginlegt átak og heildarsýn. Það þarf allmikið af nýjum kröftum og nýju fé svo við getum byggt upp heilbrigðiskerfið á sem bestan hátt.

Álagið og álagsaukningin hefur orðið hraðari en menn gerðu ráð fyrir því folk er að eldast og svo er fjölgun ferðamanna mikil, sem nýta sér þjónustu bráðamóttökunnar,“ segir Páll.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×