Rétta liðið? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 1. október 2016 07:00 Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um að stjórnmálaflokkar eigi ákveðið kjarnafylgi. Mér hefur alltaf þótt það svoldið óþægileg tilhugsun að slíkt skuli yfirhöfuð vera til og það sem er kannski enn verra að hjá sumum stjórnmálaöflum hefur þetta kjarnafylgi verið talið á bilinu 10-20%! En hvað er kjarnafylgi? Jú, það er það fylgi sem stjórnmálaafl getur gengið að vísu sama hvað bjátar á. Svona svipað og að halda með íþróttaliði. Ég t.d. held með Liverpool, það er ekki alltaf búið að vera auðvelt, en ég held samt með þeim og mun alltaf gera. Það kannski gerir mér ekki alltaf gott, sérstaklega ekki þegar illa gengur, en það hefur bara áhrif á mig og mig einan. Að „halda“ með stjórnmálaflokki er hins vegar aldrei gott. Það færir þeim sem eru í forystu á hverjum tíma völd sem hægt er að misnota án þess að þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Flokkurinn fær alltaf sinn skerf af atkvæðum frá dyggum stuðningsmönnum og aðhaldið sem hverjum stjórnmálamanni og flokki er nauðsynlegt minnkar og jafnvel hverfur. Þar af leiðandi höfum við verið að horfa upp á það undanfarin ár og áratugi að stjórnmálamenn sækja umboð sitt til almennings með loforðaflaumi rétt á meðan á kosningabaráttunni stendur til þess eins að svíkja þau jafnharðan og halda áfram að verja hagsmuni fárra á kostnað heildarinnar á komandi kjörtímabili. Slæmt fyrir samfélagið Stundum fæ ég það á tilfinninguna að sumt af þessu fólki sem myndar þetta svokallaða kjarnafylgi geri það á þeim forsendum að það sé að styðja „liðið“ sitt. Það er stolt af því að halda hollustu við flokkinn sinn sama hvaða stefnu forysta hans tekur. Jafnvel þó þessi stefna samrýmist á engan hátt hagsmunum viðkomandi þá heldur hann samt áfram að styðja „liðið“ sitt. Það segir sig sjálft að það er ekki bara slæmt fyrir hag viðkomandi heldur getur það líka verið slæmt fyrir hag samfélagsins í heild og það er verst af öllu. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að eiga fylgi. Það er hættulegt lýðræðinu og gerir sérhagsmunahópum kleift að ná völdum í gegnum forystu flokka sem „eiga“ mikið kjarnafylgi. Það hefur gerst, það er að gerast og mun halda áfram að gerast ef kjarnafylgisfólkið breytir ekki um hugafar. Eina „liðið“ sem á að skipta máli í kosningum er samfélagið okkar og hvernig við, fólkið í landinu, viljum hafa það þannig að það þjóni okkur sem best og tryggi velferð okkar allra, ekki bara sumra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun