Með góðri kveðju frá Trump Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. október 2016 09:36 Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun