Sigur jafnaðarmennskunnar Stefán Jón Hafstein skrifar 19. október 2016 00:00 Miðað við kosningabaráttuna sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigurvegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafnaðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undirritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir tiltekna hópa eins og tíðkast í orðaleppum flokkanna. Heldur breiðvirkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Miðað við kosningabaráttuna sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigurvegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafnaðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undirritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir tiltekna hópa eins og tíðkast í orðaleppum flokkanna. Heldur breiðvirkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun