Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:46 Benedikt Jóhannesson er formaður Viðreisnar. Vísir/Stefán Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir flokkinn mæta galvaskur til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með lista yfir þau málefni sem flokkurinn leggur áherslu á. Flokkurinn sé reiðubúinn til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þeim málefnum. Þetta kemur fram í bréfi Benedikts til Pírata sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar, vakti mikla athygli og er bréfið ætlað sem svar við boði Pírata. Bréfið sendi Benedikt jafnframt formönnum þeirra flokka sem Píratar höfðu einnig boðið til viðræðna. Í bréfinu segir Benedikt að að loknum kosningum hvíli sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. „Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið í heild sinni: „Fyrir nokkrum dögum settu Píratar fram þá hugmynd að fimm flokkar myndu leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Hugmyndin er frumleg og virkar kannski vel fyrir þá flokka sem hafa unnið saman á Alþingi í nokkur ár.Viðreisn hefur frá upphafi kosningabaráttunnar sett fram þá grundvallarstefnu að málefni eigi að ráða í stjórnarmyndun en ekki fyrirfram ákveðin afstaða, án tillits til niðurstaðna kosninga. Sem nýtt og frjálslynt stjórnmálaafl er mikilvægt að við eigum umræðu um okkar málefni. Þessa umræðu viljum við eiga við kjósendur.Öllum má ljóst vera hvaða mál við setjum á oddinn: Lækkun vaxta og stöðugleika með föstu gengi í gegnum myntráð. Þannig lækka vextir í átt að því sem gerist í nágrannaþjóðum og verðtrygging verður óþörf. Markaðsleið í sjávarútvegi þar sem ákveðinn hluti veiðiheimilda verður settur á markað á hverju ári. Kerfisbreyting í landbúnaði þar sem valfrelsi neytenda verður aukið og bændur losaðir úr samningum sem hindra hagkvæman rekstur og ýta undir offramleiðslu. Þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samningur sem kæmi út úr slíkum viðræðum yrði svo borinn undir þjóðina. Jafnrétti verði tryggt á öllum sviðum og kynbundnum launamun verði útrýmt með jafnlaunavottun. Fordómum í garð aldraðra verði útrýmt og enginn verði sendur heim af vinnumarkaði aðeins vegna aldurs.Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn.Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.Viðreisn er nýtt frjálslynt afl í íslenskum stjórnmálum og við leggjum höfuðáherslu á að vera í beinu sambandi við fólkið í landinu og heyra sjónarmið þess um leið og við í fyrsta sinn kynnum kjósendum okkar lausnir. Aldrei er þetta samband mikilvægara en fyrir kosningar þegar stjórnmálamenn sækja umboð sitt milliliðalaust til fólksins. Þetta samband er kjarni lýðræðisins.Að loknum kosningum hvílir sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum.Kveðja,Benedikt Jóhannesson“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35 Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir flokkinn mæta galvaskur til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með lista yfir þau málefni sem flokkurinn leggur áherslu á. Flokkurinn sé reiðubúinn til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þeim málefnum. Þetta kemur fram í bréfi Benedikts til Pírata sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar, vakti mikla athygli og er bréfið ætlað sem svar við boði Pírata. Bréfið sendi Benedikt jafnframt formönnum þeirra flokka sem Píratar höfðu einnig boðið til viðræðna. Í bréfinu segir Benedikt að að loknum kosningum hvíli sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. „Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið í heild sinni: „Fyrir nokkrum dögum settu Píratar fram þá hugmynd að fimm flokkar myndu leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Hugmyndin er frumleg og virkar kannski vel fyrir þá flokka sem hafa unnið saman á Alþingi í nokkur ár.Viðreisn hefur frá upphafi kosningabaráttunnar sett fram þá grundvallarstefnu að málefni eigi að ráða í stjórnarmyndun en ekki fyrirfram ákveðin afstaða, án tillits til niðurstaðna kosninga. Sem nýtt og frjálslynt stjórnmálaafl er mikilvægt að við eigum umræðu um okkar málefni. Þessa umræðu viljum við eiga við kjósendur.Öllum má ljóst vera hvaða mál við setjum á oddinn: Lækkun vaxta og stöðugleika með föstu gengi í gegnum myntráð. Þannig lækka vextir í átt að því sem gerist í nágrannaþjóðum og verðtrygging verður óþörf. Markaðsleið í sjávarútvegi þar sem ákveðinn hluti veiðiheimilda verður settur á markað á hverju ári. Kerfisbreyting í landbúnaði þar sem valfrelsi neytenda verður aukið og bændur losaðir úr samningum sem hindra hagkvæman rekstur og ýta undir offramleiðslu. Þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samningur sem kæmi út úr slíkum viðræðum yrði svo borinn undir þjóðina. Jafnrétti verði tryggt á öllum sviðum og kynbundnum launamun verði útrýmt með jafnlaunavottun. Fordómum í garð aldraðra verði útrýmt og enginn verði sendur heim af vinnumarkaði aðeins vegna aldurs.Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn.Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.Viðreisn er nýtt frjálslynt afl í íslenskum stjórnmálum og við leggjum höfuðáherslu á að vera í beinu sambandi við fólkið í landinu og heyra sjónarmið þess um leið og við í fyrsta sinn kynnum kjósendum okkar lausnir. Aldrei er þetta samband mikilvægara en fyrir kosningar þegar stjórnmálamenn sækja umboð sitt milliliðalaust til fólksins. Þetta samband er kjarni lýðræðisins.Að loknum kosningum hvílir sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum.Kveðja,Benedikt Jóhannesson“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35 Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25
Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35
Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20