Stefna VG í málefnum ferðaþjónustu Jakob S. Jónsson skrifar 19. október 2016 07:00 Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur tekið saman stefnu í ferðamálum, sem á að stuðla að því að ný ríkisstjórn geti gert það sem stjórnvöld hefðu átt að vera löngu búin að gera, nefnilega leggja fram langtímaáætlun um þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Stefna VG í ferðamálum er metnaðarfull og byggir á náttúruvernd og markmiðum um haldbæra þróun. Það er nauðsynlegt, því nú þarf að gera þrennt:1. bæta fyrir vanrækslu síðustu ára,2. koma ferðaþjónustunni í nútímalegt horf útfrá sjónarmiðum náttúruverndar og3. leggja línurnar til langs tíma, svo allir viti hvar þeir hafi ríkisvaldið, ekki síst sveitarfélögin. Það er rétt að halda því til haga að einkaframtakið hefur unnið þrekvirki í að byggja upp góða og metnaðarfulla þjónustu við ferðamenn. Nú starfa 24 þúsund manns í ferðaþjónustu, fyrirtæki í ferðageiranum eru um 2.600 og fjöldi ferðamanna er nú orðinn á aðra milljón. Fyrir fáum árum nam fjöldi ferðamanna stærð þjóðarinnar, nú stefnir hann hraðbyri í að verða sex til sjöföld stærð þjóðarinnar. Það verður því að fara að ræða þolmörk af alvöru. Þolmörk náttúru, félagsleg þolmörk þjóðarinnar, þolmörk ferðamanna sjálfra. Brestir sjást í innviðum hvert sem litið er. Stórátaks er þörf í viðhaldi vega, náttúruperlur líða fyrir ágang án fyrirhyggju, löggæslu- og öryggismál hafa setið á hakanum svo fátt eitt sé nefnt. Það má vísa til Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála og Samtaka aðila í ferðaþjónustu um tölur um þetta allt. Stefna VG gerir ráð fyrir samráði við aðila ferðaþjónustunnar í smáu og stóru. Samráði við heimamenn, samráði við sveitarfélög, samráði við fyrirtækin, sem hafa byggt upp gríðarlega þekkingu í geiranum. VG vill mæta öllu þessu ágæta fólki með auknum framlögum til rannsókna á sviði ferðaþjónustu, vinna að framtíðarsýn og leggja línur um menntun í atvinnugeiranum öllum. Endurskoðun laga um þjóðgarða, þjóðlendur og friðlönd verður einnig í forgangi. En einkum og sér í lagi þarf að veita fyrstu hjálp vegakerfi og umhverfi náttúruvætta, sem liggja undir skemmdum, sumum óbætanlegum. Þá þarf að koma hinum svarta og gráa hluta ferðaþjónustunnar í ljós og vinna að því að ferðaþjónustan taki þá ábyrgð sem í því felst að vera atvinnuvegur stórs hluta erlends vinnuafls hér á landi og fyrsti viðkomustaður ungs fólks á vinnumarkaði. Á öllum þessum sviðum er stórátaks þörf. VG heitir á góða krafta og velunnara ferðaþjónustunnar að taka höndum saman með VG á nýju kjörtímabili að koma því lagi á ferðaþjónustuna að hún haldi áfram að dafna sem einn mikilvægasti atvinnuvegur okkar og verði áfram stolt okkar og fjöregg!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun