Skapandi greinar - hugrekki eða heimska? Birna Hafstein skrifar 18. október 2016 15:45 Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun