Tæklum vandann, ekki afleiðingarnar Starri Reynisson skrifar 18. október 2016 14:16 Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun