Foreldrum mismunað Brynhildur Pétursdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði svo einhverju nemur, en sú aðferð að hækka greiðslur á einu bretti um 130 þúsund og miða þá breytingu við ákveðinn dag er vægast sagt furðuleg. Það hlýtur alltaf að vera meginmarkmið stjórnvalda að tryggja eins og kostur er jafnræði meðal þegna landsins. Það er ein forsenda þess að þokkaleg sátt ríki í samfélaginu. Þess vegna er þessi ráðstöfun svo óskiljanleg. Hvaða sanngirni er í því að foreldri barns sem fæðist 15. október fái mörg hundruð þúsund hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum en ef barnið hefði fæðst degi fyrr? Ég hef einhvers staðar séð því svarað að svona hafi þetta alltaf verið gert en það er auðvitað ekkert svar. Aðferðin verður síst betri þótt henni hafi áður verið beitt. Ég gef mér að ríkisstjórnin hafi á upphafsmetrum sínum gert áætlun um það hvenær og hversu mikið ætti að hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á kjörtímabilinu þótt ekkert sé fjallað um það í stjórnarsáttmálanum. Svona ákvörðun er auðvitað ekki tekin á hlaupum og ég ímynda mér að það sé auðvitað bara helber tilviljun að þessi mikla hækkun komi til tveimur vikum fyrir kosningar. Þess vegna væri gott að þeir sem bera ábyrgð á málinu myndu útskýra hvers vegna greiðslur hafi ekki verið hækkaðar jafnt og þétt yfir kjörtímabilið? Það væri að mínu mati eðlilegri leið og sanngjarnari. Fólk á aldrei að fá á tilfinninguna að ákvarðanir stjórnvalda mismuni fólki á tilviljanakenndan hátt. Það er þó tilfellið hér því miður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði svo einhverju nemur, en sú aðferð að hækka greiðslur á einu bretti um 130 þúsund og miða þá breytingu við ákveðinn dag er vægast sagt furðuleg. Það hlýtur alltaf að vera meginmarkmið stjórnvalda að tryggja eins og kostur er jafnræði meðal þegna landsins. Það er ein forsenda þess að þokkaleg sátt ríki í samfélaginu. Þess vegna er þessi ráðstöfun svo óskiljanleg. Hvaða sanngirni er í því að foreldri barns sem fæðist 15. október fái mörg hundruð þúsund hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum en ef barnið hefði fæðst degi fyrr? Ég hef einhvers staðar séð því svarað að svona hafi þetta alltaf verið gert en það er auðvitað ekkert svar. Aðferðin verður síst betri þótt henni hafi áður verið beitt. Ég gef mér að ríkisstjórnin hafi á upphafsmetrum sínum gert áætlun um það hvenær og hversu mikið ætti að hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á kjörtímabilinu þótt ekkert sé fjallað um það í stjórnarsáttmálanum. Svona ákvörðun er auðvitað ekki tekin á hlaupum og ég ímynda mér að það sé auðvitað bara helber tilviljun að þessi mikla hækkun komi til tveimur vikum fyrir kosningar. Þess vegna væri gott að þeir sem bera ábyrgð á málinu myndu útskýra hvers vegna greiðslur hafi ekki verið hækkaðar jafnt og þétt yfir kjörtímabilið? Það væri að mínu mati eðlilegri leið og sanngjarnari. Fólk á aldrei að fá á tilfinninguna að ákvarðanir stjórnvalda mismuni fólki á tilviljanakenndan hátt. Það er þó tilfellið hér því miður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun