Margrét vann þrefalt á opna TBR mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2016 20:17 Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir úr TBR efstar á palli eftir sigur í tvíliðaleik kvenna. Mynd/BSÍ Margrét Jóhannsdóttir var sigursælust allra á fjórða mót Dominosmótaraðar Badmintonsambands Íslands, TBR Opið, sem fór fram um helgina. Margrét vann þrjú gull á mótinu en keppt var í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Margrét vann einliðaleikinn, tvíliðaleikinn og tvenndarleikinn hjá meistaraflokki kvenna. Kristófer Darri Finnsson vann tvöfalt í meistaraflokki karla.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Davíð Bjarna Björnsson úr TBR í úrslitum 21-19 og 21-18.Margrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Örnu Karen Jóhannsdóttur úr TBR 21-13 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir úr TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR en þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Erlu Björg Hafsteinsdóttur úr BH 21-14 og 21-16.Í A-flokki sigraði Bjarni Þór Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson úr TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-11. Einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir úr BH. Hún vann Höllu Maríu Gústafsdóttur úr BH eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-13. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson úr TBR og Þórhallur Einisson úr Hamri en þeir unnu í úrslitum Aron Óttarsson og Guðjón Helga Auðunsson úr TBR 21-12 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðrún Björk Gunnarsdóttir úr TBR og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri en þær unnu í úrslitum Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur úr Aftureldingu 21-15 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri. Þau unnu Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur úr TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Elís Þór Dansson úr TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann eftir oddalotu í úrslitaleik Brynjar Má Ellertsson úr ÍA 15-21, 21-18 og 21-13. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS vann Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu í úrslitaleik í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 16-21, 21-14 og 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson úr UMF Þór og Egill Magnússon úr Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS en keppt var í riðli í greininni.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla.Mynd/BSÍMargrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna.Mynd/BSÍTvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR.Mynd/BSÍTvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR.Mynd/BSÍ Aðrar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Margrét Jóhannsdóttir var sigursælust allra á fjórða mót Dominosmótaraðar Badmintonsambands Íslands, TBR Opið, sem fór fram um helgina. Margrét vann þrjú gull á mótinu en keppt var í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Margrét vann einliðaleikinn, tvíliðaleikinn og tvenndarleikinn hjá meistaraflokki kvenna. Kristófer Darri Finnsson vann tvöfalt í meistaraflokki karla.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Davíð Bjarna Björnsson úr TBR í úrslitum 21-19 og 21-18.Margrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Örnu Karen Jóhannsdóttur úr TBR 21-13 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir úr TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR en þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Erlu Björg Hafsteinsdóttur úr BH 21-14 og 21-16.Í A-flokki sigraði Bjarni Þór Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson úr TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-11. Einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir úr BH. Hún vann Höllu Maríu Gústafsdóttur úr BH eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-13. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson úr TBR og Þórhallur Einisson úr Hamri en þeir unnu í úrslitum Aron Óttarsson og Guðjón Helga Auðunsson úr TBR 21-12 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðrún Björk Gunnarsdóttir úr TBR og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri en þær unnu í úrslitum Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur úr Aftureldingu 21-15 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir úr Hamri. Þau unnu Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur úr TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Elís Þór Dansson úr TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann eftir oddalotu í úrslitaleik Brynjar Má Ellertsson úr ÍA 15-21, 21-18 og 21-13. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS vann Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu í úrslitaleik í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 16-21, 21-14 og 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson úr UMF Þór og Egill Magnússon úr Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS en keppt var í riðli í greininni.Kristófer Darri Finnsson úr TBR sigraði einliðaleik karla.Mynd/BSÍMargrét Jóhannsdóttir úr TBR vann einliðaleik kvenna.Mynd/BSÍTvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR.Mynd/BSÍTvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir úr TBR.Mynd/BSÍ
Aðrar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira