Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. október 2016 23:45 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í öðrum sjónvarpskappræðum af þrem í síðustu viku. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14