Nýja stjarnan með ofurstökkin Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 07:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir er bæði Íslands- og Norðurlandameistari í hópfimleikum og í dag gæti hún bætt Evrópumeistaratitlinum við á EM í hópfimleikum í Slóveníu. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum. Fimleikar Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum.
Fimleikar Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira