Húmor og samskipti kynjanna Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2016 11:00 Ágúst Ólafsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Gerrit Schuil í Salnum þar sem hin vinsæla tónleikaröð Tíbrá er hafin. Visir/GVA „Þetta er svo krefjandi. Ætli það lýsi þessu ekki best og sé helsta skýringin á því að þetta er ekki flutt oftar en raun ber vitni,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona um tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá, í Salnum í kvöld klukkan átta. Þar ætlar Hallveig að flytja Ítölsku ljóðabókina, eftir Hugo Wolf, ásamt þeim Ágústi Ólafssyni baritón og Gerrit Schuil píanóleikara. Ítalska ljóðabókin eða Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf, við þýðingar Paul Heyes á ítölskum þjóðkvæðum, er eitt af meistaraverkum þýsku ljóðasöngbókmenntanna. Hallveig segir að þetta sé vissulega hátt fjall að klífa sem ekki ýkja margir leggja til atlögu við en þau hafi þó ákveðið að gera það. „Ítalska ljóðabókin samanstendur af 46 smálögum sem fjalla að mestu um ástina, svik og samskipti kynjanna í raun og veru. Það sem er sérstakt við þetta er að söngvararnir skiptast á að syngja, þannig að við syngjum ekkert saman. Þetta eru ítölsk alþýðuljóð, sungin á þýsku með íslenskum þýðingum fyrir ofan og allt eru þetta í raun ástarljóð nema fyrsta ljóðið. Snilldin í þessum ljóðum er fólgin í því að þau eru í raun lítil hvert um sig en engu að síður er hvert og eitt þeirra eins og óperuaría í raun og veru. Wolf tekst að pakka svo svakalega miklu innihaldi í lögin sem eru flest aðeins í kringum mínútu að lengd. Það sem er svo magnað við Wolf er að hann skrifa ekki síður píanistann en söngvarana. Píanistinn í raun og veru jafngildir söngvaranum ef ekki meir og hvert og eitt og einasta ljóð er ótrúlega mikil perla. Þetta er eins og ítölsk perlufesti en ekki eins og ljóðaflokkur eins og oftast tíðkast þar sem ljóðin eru ekki tengd með beinum hætti þó svo umfjöllunarefnið sé svipað, þar sem þemað er ástin og samskipti kynjanna.“ Hallveig segir að Wolf hafi verið eitt helsta sönglagaskáld heims, fyrr og síðar, þótt hann hafi aðeins náð fjörutíu og tveggja ára aldri. „Hann samdi engu að síður um 300 ljóðasöngslög. Paul Heyes þýddi um 200 ítölsk alþýðuljóð yfir á þýsku og Wolf samdi við 46 þessara ljóða í tveimur bindum og þetta er það sem við erum að fara að takast á við. Við ákváðum líka að leyfa okkur að vera með hlé á tónleikunum þar sem ljóðin eru ekki samfelld frásögn heldur sjálfstæð. Það sem einkennir þetta þó umfram margt annað er hversu gríðarlegur húmor er í þessu. Bæði eru ljóðin mörg hver alveg rosalega fyndin en svo er líka Wolf alveg sérstaklega skemmtilegur húmoristi. Þannig að fólk skellihlær oft á þessum tónleikum sem er ólíkt því sem fólk þekkir frá flestum stórum ljóðatónleikum sem hafa oftar en ekki alvarlegra yfirbragð. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að þetta verði of langt því tónlistarlega er þetta hefðbundin lengd fyrir svona tónleika eða um sjötíu mínútur. Þannig að það verður bara gaman fyrir fólk að koma og fá sér rauðvínsglas í hléinu, slaka svo á og njóta tónlistarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október. Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er svo krefjandi. Ætli það lýsi þessu ekki best og sé helsta skýringin á því að þetta er ekki flutt oftar en raun ber vitni,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona um tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá, í Salnum í kvöld klukkan átta. Þar ætlar Hallveig að flytja Ítölsku ljóðabókina, eftir Hugo Wolf, ásamt þeim Ágústi Ólafssyni baritón og Gerrit Schuil píanóleikara. Ítalska ljóðabókin eða Italienisches Liederbuch eftir Hugo Wolf, við þýðingar Paul Heyes á ítölskum þjóðkvæðum, er eitt af meistaraverkum þýsku ljóðasöngbókmenntanna. Hallveig segir að þetta sé vissulega hátt fjall að klífa sem ekki ýkja margir leggja til atlögu við en þau hafi þó ákveðið að gera það. „Ítalska ljóðabókin samanstendur af 46 smálögum sem fjalla að mestu um ástina, svik og samskipti kynjanna í raun og veru. Það sem er sérstakt við þetta er að söngvararnir skiptast á að syngja, þannig að við syngjum ekkert saman. Þetta eru ítölsk alþýðuljóð, sungin á þýsku með íslenskum þýðingum fyrir ofan og allt eru þetta í raun ástarljóð nema fyrsta ljóðið. Snilldin í þessum ljóðum er fólgin í því að þau eru í raun lítil hvert um sig en engu að síður er hvert og eitt þeirra eins og óperuaría í raun og veru. Wolf tekst að pakka svo svakalega miklu innihaldi í lögin sem eru flest aðeins í kringum mínútu að lengd. Það sem er svo magnað við Wolf er að hann skrifa ekki síður píanistann en söngvarana. Píanistinn í raun og veru jafngildir söngvaranum ef ekki meir og hvert og eitt og einasta ljóð er ótrúlega mikil perla. Þetta er eins og ítölsk perlufesti en ekki eins og ljóðaflokkur eins og oftast tíðkast þar sem ljóðin eru ekki tengd með beinum hætti þó svo umfjöllunarefnið sé svipað, þar sem þemað er ástin og samskipti kynjanna.“ Hallveig segir að Wolf hafi verið eitt helsta sönglagaskáld heims, fyrr og síðar, þótt hann hafi aðeins náð fjörutíu og tveggja ára aldri. „Hann samdi engu að síður um 300 ljóðasöngslög. Paul Heyes þýddi um 200 ítölsk alþýðuljóð yfir á þýsku og Wolf samdi við 46 þessara ljóða í tveimur bindum og þetta er það sem við erum að fara að takast á við. Við ákváðum líka að leyfa okkur að vera með hlé á tónleikunum þar sem ljóðin eru ekki samfelld frásögn heldur sjálfstæð. Það sem einkennir þetta þó umfram margt annað er hversu gríðarlegur húmor er í þessu. Bæði eru ljóðin mörg hver alveg rosalega fyndin en svo er líka Wolf alveg sérstaklega skemmtilegur húmoristi. Þannig að fólk skellihlær oft á þessum tónleikum sem er ólíkt því sem fólk þekkir frá flestum stórum ljóðatónleikum sem hafa oftar en ekki alvarlegra yfirbragð. Fólk þarf ekki heldur að hafa áhyggjur af því að þetta verði of langt því tónlistarlega er þetta hefðbundin lengd fyrir svona tónleika eða um sjötíu mínútur. Þannig að það verður bara gaman fyrir fólk að koma og fá sér rauðvínsglas í hléinu, slaka svo á og njóta tónlistarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. október.
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira