Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 18:39 Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira