Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:00 Lars Lagerbäck gæti vafalítið komið hlutunum í lag hjá Noregi. vísir/vilhelm Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira