Ingunn úlnliðsbrotin og Ingibjörg rifbeinsbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:13 Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir. Vísir/Anton Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira