Alþjóðlegi sjónverndardagurinn Estella D. Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar