Stóra málið, litlu skrefin Eva Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 13:29 Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun