Alþjóðaólympíunefndin er búin að taka gullið af rússneska sleggjukastaranum Tatyönu Lysenko sem hún vann á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir fjórum ár.
Lysenko féll öðru sinni á á ferlinum lyfjaprófi fyrr á þessu ári og var úrskurðuð í keppnisbann í apríl af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF.
Þessi 33 ára gamla frjálsíþróttakona féll áður á lyfjaprófi árið 2007 og fékk þá tveggja ára bann. Hún missti af HM 2007 og Ólympíuleikunum í Pekin 2008 vegna fyrra lyfjabannsins.
Lysenko, sem keppir nú undir nafninu Beloborodova, á yfir höfði sér lífstíðarbann frá frjálsíþróttum eftir að ólöglegt lyf fannst í lyfsýni hennar sem var tekið aftur til skoðunar vegna lyfjaskandalsins í Rússlandi.
Anita Wlodarczyk frá Póllandi sem hafnaði í öðru sæti í sleggjukasti kvenna í Lundúnum 2012 fær væntanlega gullverðlaunin. Hún verður þá tvöfaldur gullverðlaunahafi en sú pólska vann gull á ÓL í Ríó í ágúst.
Sport