90% stúlkur? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 12. október 2016 09:00 Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu framhaldsskólarnir eru með kynjakvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verðmætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkrum árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem framlag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnútana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverjandi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gangast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlaunavottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnustaðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfsfólk veit að vottunin gefur fyrirheit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verðleikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tækifærið til að minna á að við erum öll 100%?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun