Í átt að „góðri“ peningastjórnun fyrir Ísland Lars Christensen skrifar 12. október 2016 09:00 Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar