Mold Jón Steindór Valdimarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar