Gjaldfrjálsa biðlistamenningu vinstri manna eða styrka stjórn Sjálfstæðisflokksins? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. október 2016 11:46 Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun