Atkvæðið mitt og atkvæðið þitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun