Yfir fimmtán hundruð bjóða sig fram til Alþingis og setja nýtt met Þorgeir Helgason skrifar 10. október 2016 07:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Alþingiskosningarnar 29. október verða þær fjórðu á rúmum níu árum. Frestur til að skila framboðslistum til kosninga til Alþingis rennur út klukkan 12 á hádegi þann 14. október. Stjórnmálahreyfingar sem hafa ekki fengið skráðan listabókstaf þurfa að tilkynna framboð sitt eigi síðar en klukkan 12 á hádegi þann 11. október. Þrettán stjórnmálaflokkar hafa boðað framboð til alþingiskosninganna, tólf í öllum kjördæmum. Aðeins einu sinni hafa fleiri stjórnmálaflokkar boðið fram en það var árið 2013 þegar fimmtán hreyfingar voru í framboði. Alls eru 1.534 í framboði í komandi kosningum sem er mestur fjöldi frambjóðenda í sögu kosninga hérlendis en árið 2013 buðu 1.512 fram krafta sína til setu á Alþingi. Til þess að framboð teljist gilt þarf tilskilinn fjölda meðmælenda. Í hverju kjördæmi þarf hver listi 30 til 40 yfirlýsta stuðningsmenn fyrir hvert þingsæti. Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Lýðræðisflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin – grænt framboð stefna á að bjóða fram í öllum kjördæmum meðan Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Framfaraflokkurinn sem auglýsti framboð í síðustu viku og hélt stofnfund um síðustu helgi er hættur við. „Ég er búinn að slá þetta af, tíminn hljóp frá okkur. Það var ekki raunhæft að þetta næðist í tæka tíð,“ segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður Framfaraflokksins. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru 246.515 kjósendur á kjörskrá. Takist öllum framboðum að afla tilskilins fjölda stuðningsmanna verða þeir á bilinu 23.010 til 30.680, sem er á bilinu níu til tólf prósent kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira