Innlent

Kjörsókn töluvert minni í höfuðborginni fyrsta klukkutímann en 2013

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá kosningum í Laugalækjarskóla í morgun.
Frá kosningum í Laugalækjarskóla í morgun. Vísir/Eyþór
Reykjavíkurborg býður kjósendum sínum og öðrum upp á að fylgjast með kjörsókn í borginni á vef sínum. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með tölunum á vef borgarinnar.

1390 manns höfðu kosið í Reykjavík klukkan tíu í morgun samanborið við 2189 í kosningunum 2013. Ljóst er því að kjörsókn er heldur dræm samanborið við síðustu kosningar.

Á kjörskrá í Reykjavík eru 91.767 kjósendur og höfðu 1,51 prósent greitt atkvæði klukkan 10.

Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×