Skuggaþegnar samfélagsins Sigurjón Sumarliði Guðmundsson skrifar 28. október 2016 00:00 Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun