Samfylkingin fyrir heilbrigðara samfélag Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar