Samfylkingin fyrir heilbrigðara samfélag Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun