Mál að linni... Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í meira en áratug hef ég fylgst með þróun starfsemi Landspítala – Háskólasjúkrahúss (LSH) og skrifaði meistararitgerð í heilbrigðisstjórnun um sameiningu spítala í Reykjavík á sínum tíma. LSH er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins, aðalsjúkrahús þess og aðalkennslustofnun í heilbrigðisfræðum. Í dag fer aðalstarfsemi LSH fram á tveimur stöðum, við Hringbraut og í Fossvogi (gamli Borgarspítalinn). Síðan ákvörðun var tekin árið 2002 um að framtíðarstaðsetning spítalans eigi að vera við Hringbraut hefur svæðið verið hannað og skipulag þess samþykkt, byggingar hannaðar og framkvæmdir hafnar. Það sem meira máli skiptir er að hönnun stærstu byggingarinnar, sk. meðferðakjarna sem mun rísa við Hringbraut, er í fullum gangi og frumhönnun rannsóknarhúss hefur verið auglýst. Ég hef verið hugsi yfir staðsetningu Landspítala og á köflum efins um hvort Hringbraut sé hentugasta staðsetningin. Fyrir um ári síðan gerði ég skýrslu um Landspítalann, þar sem m.a. var lagt til að byggður væri nýr spítali á nýjum stað. Undanfarna mánuði hef ég hins vegar sannfærst um að við eigum að reisa nýjar byggingar LSH við Hringbraut. Þetta segi ég nú vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir faglega framþróun spítalans að nýjar byggingar rísi sem fyrst. Við erum nú þegar farin að missa af hæfu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur menntað sig erlendis sem kýs heldur að starfa þar áfram í stað þess að koma heim í úreltar byggingar og lélega vinnuaðstöðu. Byggingaframkvæmdir nýs Landspítala þola ekki meiri töf eða lengri bið og að mínu mati eigum við að spýta í lófana og flýta framkvæmdum. Samkvæmt áætlunum er gert er ráð fyrir því að meðferðakjarninn verði ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2023. Stórskaðlegt að tefja framkvæmdir Það er stórskaðlegt fyrir framþróun og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu að slá af eða tefja fyrirhugaðar framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut til að byggja spítalann á nýjum stað. Það gæti tafið verkið um 10 ár, jafnvel lengur þar sem hefja þyrfti nýtt skipulagsferli, breytingar á svæðis- og aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og deiliskipulagsgerð. Áður en að hægt væri að fara í hönnunarvinnu þyrfti að fara í frumathugunargerð sem tæki fimm ár. Við frumathugun tæki við greiningarvinna (18 mánuðir) og svo áætlunargerð (fimm ár). Alls óvíst er hve mikið væri hægt að nýta þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi uppbyggingu á Landspítala. Umræðan um nýjan spítala á nýjum stað skilar okkur engu nema frestun á málinu sem við megum ekki við, því við megum engan tíma missa. Því tel ég að við eigum að leggjast öll á eitt og sameinast um að byggja upp nýjan og öflugan Landspítala við Hringbraut sem verði enn öflugri miðstöð heilbrigðisþjónustu, þróunar, vísinda, þekkingar, kennslu, innleiðingar nýrra meðferða og gæðaþróunar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í meira en áratug hef ég fylgst með þróun starfsemi Landspítala – Háskólasjúkrahúss (LSH) og skrifaði meistararitgerð í heilbrigðisstjórnun um sameiningu spítala í Reykjavík á sínum tíma. LSH er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins, aðalsjúkrahús þess og aðalkennslustofnun í heilbrigðisfræðum. Í dag fer aðalstarfsemi LSH fram á tveimur stöðum, við Hringbraut og í Fossvogi (gamli Borgarspítalinn). Síðan ákvörðun var tekin árið 2002 um að framtíðarstaðsetning spítalans eigi að vera við Hringbraut hefur svæðið verið hannað og skipulag þess samþykkt, byggingar hannaðar og framkvæmdir hafnar. Það sem meira máli skiptir er að hönnun stærstu byggingarinnar, sk. meðferðakjarna sem mun rísa við Hringbraut, er í fullum gangi og frumhönnun rannsóknarhúss hefur verið auglýst. Ég hef verið hugsi yfir staðsetningu Landspítala og á köflum efins um hvort Hringbraut sé hentugasta staðsetningin. Fyrir um ári síðan gerði ég skýrslu um Landspítalann, þar sem m.a. var lagt til að byggður væri nýr spítali á nýjum stað. Undanfarna mánuði hef ég hins vegar sannfærst um að við eigum að reisa nýjar byggingar LSH við Hringbraut. Þetta segi ég nú vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir faglega framþróun spítalans að nýjar byggingar rísi sem fyrst. Við erum nú þegar farin að missa af hæfu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur menntað sig erlendis sem kýs heldur að starfa þar áfram í stað þess að koma heim í úreltar byggingar og lélega vinnuaðstöðu. Byggingaframkvæmdir nýs Landspítala þola ekki meiri töf eða lengri bið og að mínu mati eigum við að spýta í lófana og flýta framkvæmdum. Samkvæmt áætlunum er gert er ráð fyrir því að meðferðakjarninn verði ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2023. Stórskaðlegt að tefja framkvæmdir Það er stórskaðlegt fyrir framþróun og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu að slá af eða tefja fyrirhugaðar framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut til að byggja spítalann á nýjum stað. Það gæti tafið verkið um 10 ár, jafnvel lengur þar sem hefja þyrfti nýtt skipulagsferli, breytingar á svæðis- og aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og deiliskipulagsgerð. Áður en að hægt væri að fara í hönnunarvinnu þyrfti að fara í frumathugunargerð sem tæki fimm ár. Við frumathugun tæki við greiningarvinna (18 mánuðir) og svo áætlunargerð (fimm ár). Alls óvíst er hve mikið væri hægt að nýta þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi uppbyggingu á Landspítala. Umræðan um nýjan spítala á nýjum stað skilar okkur engu nema frestun á málinu sem við megum ekki við, því við megum engan tíma missa. Því tel ég að við eigum að leggjast öll á eitt og sameinast um að byggja upp nýjan og öflugan Landspítala við Hringbraut sem verði enn öflugri miðstöð heilbrigðisþjónustu, þróunar, vísinda, þekkingar, kennslu, innleiðingar nýrra meðferða og gæðaþróunar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun