Við og hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 28. október 2016 07:00 Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæða sem hafa orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna fleira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru yfir 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, svarið er einfaldlega bæði og... Í stríðshrjáðum löndum, sem má telja á annan tug, og löndum þar sem einföldustu mannréttindi eru úr gildi færð telst fólk í neyð. Það flýr til að finna lágmarksfrið og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem Íslendingar samþykkja og styðja (sjá 14. grein) „hafa allir rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum". Orðin eru alveg ljós og við þau eigum við að standa enda segir í 30. grein að ekkert í yfirlýsingunni megi túlka á þann veg að nokkur ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það sem stefni að því að gera að engu þau réttindi eða frelsi sem talin eru þar upp. Árið 2015 leituðu hingað 335 einstaklingar. Þar af hættu 15% við, 35% var synjað, 25% vísað frá og 82 eða 25% veitt hæli. Af fjöldanum sem leitaði hingað voru 151 í umsjón Útlendingastofnunar og 193 hjá þremur sveitarfélögum. Greitt er með hverjum og einum meðan úrlausn er ákveðin og rennur bróðurparturinn af því fé til umsjónaraðila en ekki til hvers hælisleitanda beint.Sammannlegt hlutverk Spáð var 600-800 umsóknum á þessu ári og voru 162 mál í vinnslu hjá hinu opinbera í janúar 2016. Fái t.d. 20% af 700 manns jákvæða úrlausn eru það 140 einstaklingar. Giska má á að nokkur hundruð manns hafi fengið hér hæli á einum áratugi; meðal tugþúsunda útlendinga sem margir hverjir bíða ríkisborgararéttar og hafa lang-langflestir auðgað þjóðfélagið. Við náum auðveldlega að hjálpa fólki sem talið er í örfáum hundruðum, ef vel er að verki staðið. Við getum öll ímyndað okkur flótta og neyð hinna, ekki satt? Þegar svo við erum orðin hin einhvern daginn, þökkum við fólki og hamingjunni, jafnvel guði, fyrir það sem allir geta líka ímyndað sér: Auðsýnda mannúð. Vissulega er til sveiflukenndur hámarksfjöldi umsækjenda á ári sem unnt er að sinna sómasamlega. Metum hann í stað þess að deila um sammannlegt hlutverk hins viti borna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Við vitum að á Íslandi eru stunduð mannúðarstörf. Með því er átt við fjölskylduhjálp, líknarmeðferð á sjúkrahúsum, endurhæfing þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, fjárgjafir til íbúa jarðskjálftasvæða sem hafa orðið illa úti og ...? Er þörf á að nefna fleira? Rauði krossinn á Íslandi telur 42 deildir og í Landsbjörgu eru yfir 18 þúsund félagar og sjálfboðaliðar. Við gerum ekki mun á hjálpar- og mannúðarstöfum af því að við erum siðrænir mannvinir og stundum þau þegar þarf. Sjálf höfum við þegið hjálp að utan í neyð og þakkað fyrir mannúð þegar náttúruöfl hafa gert okkur tjón, óhamingju og mannskaða. Okkur er ekki tamt að setja kostnað við mannúð upp á móti öðrum samfélagskostnaði og heimta að menn velji. Ópera eða líknardeild? Snjóflóðavarnir eða ókeypis máltíðir skólabarna? Móttaka bátafólks eða jarðgöng? Nei, svarið er einfaldlega bæði og... Í stríðshrjáðum löndum, sem má telja á annan tug, og löndum þar sem einföldustu mannréttindi eru úr gildi færð telst fólk í neyð. Það flýr til að finna lágmarksfrið og möguleika á að lifa mannsæmandi lífi. Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu SÞ sem Íslendingar samþykkja og styðja (sjá 14. grein) „hafa allir rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum". Orðin eru alveg ljós og við þau eigum við að standa enda segir í 30. grein að ekkert í yfirlýsingunni megi túlka á þann veg að nokkur ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það sem stefni að því að gera að engu þau réttindi eða frelsi sem talin eru þar upp. Árið 2015 leituðu hingað 335 einstaklingar. Þar af hættu 15% við, 35% var synjað, 25% vísað frá og 82 eða 25% veitt hæli. Af fjöldanum sem leitaði hingað voru 151 í umsjón Útlendingastofnunar og 193 hjá þremur sveitarfélögum. Greitt er með hverjum og einum meðan úrlausn er ákveðin og rennur bróðurparturinn af því fé til umsjónaraðila en ekki til hvers hælisleitanda beint.Sammannlegt hlutverk Spáð var 600-800 umsóknum á þessu ári og voru 162 mál í vinnslu hjá hinu opinbera í janúar 2016. Fái t.d. 20% af 700 manns jákvæða úrlausn eru það 140 einstaklingar. Giska má á að nokkur hundruð manns hafi fengið hér hæli á einum áratugi; meðal tugþúsunda útlendinga sem margir hverjir bíða ríkisborgararéttar og hafa lang-langflestir auðgað þjóðfélagið. Við náum auðveldlega að hjálpa fólki sem talið er í örfáum hundruðum, ef vel er að verki staðið. Við getum öll ímyndað okkur flótta og neyð hinna, ekki satt? Þegar svo við erum orðin hin einhvern daginn, þökkum við fólki og hamingjunni, jafnvel guði, fyrir það sem allir geta líka ímyndað sér: Auðsýnda mannúð. Vissulega er til sveiflukenndur hámarksfjöldi umsækjenda á ári sem unnt er að sinna sómasamlega. Metum hann í stað þess að deila um sammannlegt hlutverk hins viti borna!
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar