Óljóst notagildi snjallúra veldur minnkandi sölu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2016 07:00 Tim Cook, forstjóri Apple, kynnir nýjustu útgáfu Apple Watch. Nordicphotos/AFP „Það er orðið ljóst að snjallúr nútímans eru ekki fyrir alla,“ sagði Jitesh Ubrani, sérfræðingur hjá rannsóknafyrirtækinu IDC, í samtali við CNN Money í gær. Sala á snjallúrum á heimsvísu dróst saman um 51,6 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil árið 2015. Alls seldust 2,7 milljónir snjallúra á þriðja ársfjórðungi 2016 en 5,6 milljónir seldust á sama tíma 2015. Stærstan hluta samdráttarins má rekja til minnkandi sölu á Apple Watch, snjallúri Apple, en markaðshlutdeild Apple Watch féll um tæp þrjátíu prósentustig á milli ára. Apple fór úr því að selja 3,9 milljónir eintaka í 1,1 milljón. Hins vegar gáfu fyrirtæki á borð við Garmin í. Garmin seldi um 600 þúsund snjallúr nú samanborið við um hundrað þúsund ári áður. Önnur kynslóð Apple Watch, Apple Watch 2, virðist ekki hafa gert mikið fyrir Apple til að rétta úr kútnum en úrið kom á markað í september. Þótt markaðshlutdeild Apple sé enn meiri en nokkurs annars fyrirtækis hefur forskotið á helstu keppinauta minnkað mikið. Nú er markaðshlutdeild Apple 41,3 prósent en var 70,2 prósent í fyrra. Garmin hefur aftur á móti stokkið úr 2,3 prósentum í 20,5 prósent. Hins vegar eru notkunarmöguleikar snjallúra Apple og Garmin talsvert ólíkir. Snjallúr Garmin á borð við Vivofit og Vivoactive eru hugsuð fyrir íþróttafólk á meðan snjallúr Apple og Samsung virka líkt og smávaxinn snjallsími.Sala snjallúra minnkar og markaðshlutdeild Apple einnig.Ekki nýi snjallsíminn Ljóst er að snjallúrin, sem var ætlað að vera nýja byltingin og fylgja snjallsímanum, eru ekki að standast þær væntingar sem framleiðendur gerðu til þeirra. Til samanburðar við sölu þeirra er vert að taka fram að á öðrum ársfjórðungi þessa árs seldust 343 milljónir snjallsíma samanborið við 342 milljónir á sama tímabili 2015. Fyrrnefndur Ubrani sagði að notagildi úranna væri ekki nægilega augljóst til þess að hinn almenni neytandi gæti réttlætt fyrir sér að festa kaup á snjallúri. Hins vegar segir hann skýringuna á söluaukningu Garmin einfalda. „Það skiptir öllu máli að notagildið sé augljóst.“Þessi maður horfir mögulega glaður til framtíðar með snjallgleraugum frá Google.nordicphotos/afpÖnnur snjalltækni á jaðrinumUmræða um Google Glass, snjallgleraugu Google, var lífleg á síðustu árum allt þangað til Google hætti almennri sölu gleraugnanna í janúar í fyrra. Síðan þá hefur lítið heyrst frá framleiðendum annað en að þau komi aftur á markað þegar varan er fullkomin. Gleraugun voru kynnt í apríl 2012 sem snjalltækni við allra hæfi. Ári seinna var opnað fyrir sölu gleraugnanna. Þjálfarar íþróttaliða sáust með Google Glass á hausnum, skurðlæknar streymdu aðgerðum í beinni útsendingu á netinu og tenniskonan Bethanie Mattek-Sands streymdi æfingu sinni með gleraugun að vopni. Áhugi neytenda var hins vegar ekki mikill og hættu fyrirtæki smám saman að þróa snjallforrit fyrir gleraugun. Lítill áhugi og hátt verð, allt að 200 þúsund krónur, urðu til þess að Google tilkynnti að sölu gleraugnanna yrði hætt, að minnsta kosti í bili. Annars konar snjalltækni virðist einnig vera á leiðinni. Snjalltækjaúraframleiðandinn Pebble kynnti nýlega ólar fyrir úr sín sem hægt er að nota eins og greiðslukort. PetPace framleiðir ólar fyrir gæludýr sem upplýsa eigandann um hjartslátt, skrefafjölda á dag og fleiri atriði. Þá vinnur Google einnig að verkefni sem nefnist Jacquard og reynir að framleiða fatnað sem á að gera notanda mögulegt að stýra aðgerðum snjallsíma síns með því einu að strjúka fatnað sinn sem framleiddur er úr sérstöku efni sem þó lítur út eins og venjulegt gallaefni. Ljóst er að enn er langt í land með að snjallklæðnaður og snjallaukahlutir verði jafn viðtekin tækni og snjallsíminn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
„Það er orðið ljóst að snjallúr nútímans eru ekki fyrir alla,“ sagði Jitesh Ubrani, sérfræðingur hjá rannsóknafyrirtækinu IDC, í samtali við CNN Money í gær. Sala á snjallúrum á heimsvísu dróst saman um 51,6 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil árið 2015. Alls seldust 2,7 milljónir snjallúra á þriðja ársfjórðungi 2016 en 5,6 milljónir seldust á sama tíma 2015. Stærstan hluta samdráttarins má rekja til minnkandi sölu á Apple Watch, snjallúri Apple, en markaðshlutdeild Apple Watch féll um tæp þrjátíu prósentustig á milli ára. Apple fór úr því að selja 3,9 milljónir eintaka í 1,1 milljón. Hins vegar gáfu fyrirtæki á borð við Garmin í. Garmin seldi um 600 þúsund snjallúr nú samanborið við um hundrað þúsund ári áður. Önnur kynslóð Apple Watch, Apple Watch 2, virðist ekki hafa gert mikið fyrir Apple til að rétta úr kútnum en úrið kom á markað í september. Þótt markaðshlutdeild Apple sé enn meiri en nokkurs annars fyrirtækis hefur forskotið á helstu keppinauta minnkað mikið. Nú er markaðshlutdeild Apple 41,3 prósent en var 70,2 prósent í fyrra. Garmin hefur aftur á móti stokkið úr 2,3 prósentum í 20,5 prósent. Hins vegar eru notkunarmöguleikar snjallúra Apple og Garmin talsvert ólíkir. Snjallúr Garmin á borð við Vivofit og Vivoactive eru hugsuð fyrir íþróttafólk á meðan snjallúr Apple og Samsung virka líkt og smávaxinn snjallsími.Sala snjallúra minnkar og markaðshlutdeild Apple einnig.Ekki nýi snjallsíminn Ljóst er að snjallúrin, sem var ætlað að vera nýja byltingin og fylgja snjallsímanum, eru ekki að standast þær væntingar sem framleiðendur gerðu til þeirra. Til samanburðar við sölu þeirra er vert að taka fram að á öðrum ársfjórðungi þessa árs seldust 343 milljónir snjallsíma samanborið við 342 milljónir á sama tímabili 2015. Fyrrnefndur Ubrani sagði að notagildi úranna væri ekki nægilega augljóst til þess að hinn almenni neytandi gæti réttlætt fyrir sér að festa kaup á snjallúri. Hins vegar segir hann skýringuna á söluaukningu Garmin einfalda. „Það skiptir öllu máli að notagildið sé augljóst.“Þessi maður horfir mögulega glaður til framtíðar með snjallgleraugum frá Google.nordicphotos/afpÖnnur snjalltækni á jaðrinumUmræða um Google Glass, snjallgleraugu Google, var lífleg á síðustu árum allt þangað til Google hætti almennri sölu gleraugnanna í janúar í fyrra. Síðan þá hefur lítið heyrst frá framleiðendum annað en að þau komi aftur á markað þegar varan er fullkomin. Gleraugun voru kynnt í apríl 2012 sem snjalltækni við allra hæfi. Ári seinna var opnað fyrir sölu gleraugnanna. Þjálfarar íþróttaliða sáust með Google Glass á hausnum, skurðlæknar streymdu aðgerðum í beinni útsendingu á netinu og tenniskonan Bethanie Mattek-Sands streymdi æfingu sinni með gleraugun að vopni. Áhugi neytenda var hins vegar ekki mikill og hættu fyrirtæki smám saman að þróa snjallforrit fyrir gleraugun. Lítill áhugi og hátt verð, allt að 200 þúsund krónur, urðu til þess að Google tilkynnti að sölu gleraugnanna yrði hætt, að minnsta kosti í bili. Annars konar snjalltækni virðist einnig vera á leiðinni. Snjalltækjaúraframleiðandinn Pebble kynnti nýlega ólar fyrir úr sín sem hægt er að nota eins og greiðslukort. PetPace framleiðir ólar fyrir gæludýr sem upplýsa eigandann um hjartslátt, skrefafjölda á dag og fleiri atriði. Þá vinnur Google einnig að verkefni sem nefnist Jacquard og reynir að framleiða fatnað sem á að gera notanda mögulegt að stýra aðgerðum snjallsíma síns með því einu að strjúka fatnað sinn sem framleiddur er úr sérstöku efni sem þó lítur út eins og venjulegt gallaefni. Ljóst er að enn er langt í land með að snjallklæðnaður og snjallaukahlutir verði jafn viðtekin tækni og snjallsíminn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira