Íhaldið breytir kerfinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun