Kröfuhafar sleikja útum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 26. október 2016 14:40 Eitt helsta baráttumál Framsóknar fyrir þessar kosningar er breytt stefna í vaxtamálum. Ljóst er að núverandi peningastefna er ekki að virka með ofurháum stýrivöxtum sem enginn hagnast á nema fjármagnseigendur. Þar fara fremstir í flokki erlendir fjárfestar sem komið hafa hér fyrir kvikum krónum sem þeir munu fara með úr landi aftur fyrr en varir og um leið og það hentar þeim. Fyrir utan að vera einn mesti dragbítur á heimkomu Íslendinga sem búa erlendis býður hávaxtastefnan upp á að áhættufjárfestar hrúgi inn í landið milljarðatugum til að hagnast á vaxtamismun. Svo vel virkar núverandi vaxtastefna fyrir áhættufjárfesta að þeir sem eiga s.k. aflandskrónur hér kæra sig ekki um að fara vegna þess gróða sem þeir hafa af dvölinni. Þvert á móti hafa þeir enn bætt í. Krónuútboðið í vor var til að losna við um 230 milljarða í krónueignum. Það mistókst af framangreindum ástæðum. Auk þeirrar krónueigna sem hér hafa verið í höftum hafa streymt inn í landið rúmlega 70 milljarðar á síðustu 15 mánuðum. Alþingi þurfti að bregðast við í vor og setja lög um bindiskyldu og bindingu erlendra eigna til að koma í veg fyrir að holskefla erlends fjármagns riði hér yfir. Það er fróðlegt og nauðsynlegt að rifja upp hverjir það eru sem hafa varað ítrekað við þessu ástandi undanfarin tæp fjögur ár. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem haft hafa uppi gagnrýni á stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem bent hafa á þann skaða sem hávaxtastefnan veldur fólki og fyrirtækjum í landinu. Framsókn er eini flokkurinn sem nú á sæti á þingi sem hefur baráttuna gegn hávaxtastefnunni í kosningaáherslum sínum. Það er hægt að taka undir með Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforingja þegar hann undrast að enginn svokallaðra félagshyggjuflokka hefur svo mikið sem minnst á vaxtaokrið hvort sem er á Alþingi eða nú í aðdraganda kosninga. Ljóst er að eigendur aflandskróna hugsa sér gott til glóðarinnar nú þegar hætta er á að vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningar. Þeir muna þá sæludaga á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi stjórnvöld voru titrandi á beinunum gagnvart erlendu valdi. Sem betur fer komst hér á stjórn undir forystu Framsóknarflokksins sem lengst af hafði staðið einn gegn valdi kröfuhafa. Það er því í þágu erlendra kröfuhafa að draga úr áhrifamætti Framsóknar því þeir vita hverjir eru líklegastir til að standa upp í hárinu á þeim og hverjir eru líklegastir til að guggna undan kröfum og hótunum. Ítrekaðar heilsíðuauglýsingar sem eru nánast dónaskapur við lýðveldið Ísland eru upptakturinn að þeirri baráttu sem kröfuhafar eru nú að undirbúa. Það skiptir Ísland öllu máli að flokkur sem stendur í lappirnar gagnvart kröfuhöfum sé sterkur og áhrifamikill í stjórnmálum. Það skiptir því öllu máli að stuðningur við Framsóknarflokkinn í þessum kosningum verði ótvíræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Eitt helsta baráttumál Framsóknar fyrir þessar kosningar er breytt stefna í vaxtamálum. Ljóst er að núverandi peningastefna er ekki að virka með ofurháum stýrivöxtum sem enginn hagnast á nema fjármagnseigendur. Þar fara fremstir í flokki erlendir fjárfestar sem komið hafa hér fyrir kvikum krónum sem þeir munu fara með úr landi aftur fyrr en varir og um leið og það hentar þeim. Fyrir utan að vera einn mesti dragbítur á heimkomu Íslendinga sem búa erlendis býður hávaxtastefnan upp á að áhættufjárfestar hrúgi inn í landið milljarðatugum til að hagnast á vaxtamismun. Svo vel virkar núverandi vaxtastefna fyrir áhættufjárfesta að þeir sem eiga s.k. aflandskrónur hér kæra sig ekki um að fara vegna þess gróða sem þeir hafa af dvölinni. Þvert á móti hafa þeir enn bætt í. Krónuútboðið í vor var til að losna við um 230 milljarða í krónueignum. Það mistókst af framangreindum ástæðum. Auk þeirrar krónueigna sem hér hafa verið í höftum hafa streymt inn í landið rúmlega 70 milljarðar á síðustu 15 mánuðum. Alþingi þurfti að bregðast við í vor og setja lög um bindiskyldu og bindingu erlendra eigna til að koma í veg fyrir að holskefla erlends fjármagns riði hér yfir. Það er fróðlegt og nauðsynlegt að rifja upp hverjir það eru sem hafa varað ítrekað við þessu ástandi undanfarin tæp fjögur ár. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem haft hafa uppi gagnrýni á stýrivaxtastefnu Seðlabankans. Þingmenn Framsóknar eru þeir einu sem bent hafa á þann skaða sem hávaxtastefnan veldur fólki og fyrirtækjum í landinu. Framsókn er eini flokkurinn sem nú á sæti á þingi sem hefur baráttuna gegn hávaxtastefnunni í kosningaáherslum sínum. Það er hægt að taka undir með Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforingja þegar hann undrast að enginn svokallaðra félagshyggjuflokka hefur svo mikið sem minnst á vaxtaokrið hvort sem er á Alþingi eða nú í aðdraganda kosninga. Ljóst er að eigendur aflandskróna hugsa sér gott til glóðarinnar nú þegar hætta er á að vinstri stjórn verði mynduð eftir kosningar. Þeir muna þá sæludaga á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi stjórnvöld voru titrandi á beinunum gagnvart erlendu valdi. Sem betur fer komst hér á stjórn undir forystu Framsóknarflokksins sem lengst af hafði staðið einn gegn valdi kröfuhafa. Það er því í þágu erlendra kröfuhafa að draga úr áhrifamætti Framsóknar því þeir vita hverjir eru líklegastir til að standa upp í hárinu á þeim og hverjir eru líklegastir til að guggna undan kröfum og hótunum. Ítrekaðar heilsíðuauglýsingar sem eru nánast dónaskapur við lýðveldið Ísland eru upptakturinn að þeirri baráttu sem kröfuhafar eru nú að undirbúa. Það skiptir Ísland öllu máli að flokkur sem stendur í lappirnar gagnvart kröfuhöfum sé sterkur og áhrifamikill í stjórnmálum. Það skiptir því öllu máli að stuðningur við Framsóknarflokkinn í þessum kosningum verði ótvíræður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar