Hvernig má nýta betur fé til að byggja upp heilbrigðisþjónustuna? Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Auka þarf framlög til heilbrigðisþjónustu og um leið þarf að nýta betur það fé sem þegar er varið til þjónustunnar. Tækifæri eru til að gera skýrari samninga um þjónustu sem ríkið kaupir af stofnunum og sérfræðingum og tryggja hagkvæmari nýtingu fjár. Nýleg dæmi um verulega háar upphæðir sem dregnar eru út úr rekstri heilbrigðisfyrirtækja eru sláandi og kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. Björt framtíð leggur áherslu á ábyrga ákvarðanatöku byggða á vandaðri áætlanagerð. Auka þarf eftirlit með ákveðnum þáttum þjónustunnar varðandi meðferð fjár og um hugsanlega ofnýtingu ákveðinnar heilbrigðisþjónustu samanber nýlegar fréttir og áætlun landlæknis um rannsókn á fjölda ákveðinna læknisaðgerða hér á landi miðað við önnur lönd. Björt framtíð telur brýnt að heilbrigðisþjónusta fylgi bestu leiðbeiningum og þekkingu og flokkurinn leggst eindregið gegn því að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni.Þverfagleg samvinna Björt framtíð leggur áherslu á að haldið verið áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Mikilvægur hluti uppbyggingar sjúkrahússins er stuðningur við starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks. Stærsti kostnaðarliður heilbrigðisstofnana er laun starfsfólks. Mikivægt er að tryggja fullnægjandi mannafla þjónustunnar, nýta sérþekkingu hverrar starfstéttar á markvissan hátt, draga úr kostnaði vegna yfirvinnu og standa vörð um heilsu, starfsgetu og starfsánægju allra starfsmanna. Árangursrík mannauðsstjórnun er mikilvægur liður í hagkvæmum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Með því að efla enn frekar þverfaglega samvinnu heilbrigðisstétta og endurskoða skipulag í takt við þróun þekkingar og sérhæfingu heilbrigðisstétta má auka starfsánægju, bæta gæði þjónustunnar og stuðla þar með að hagkvæmri nýtingu fjár.Fjölbreytt þjónusta heilsugæslu Um land allt blasir við að bæta þarf aðgengi einstaklinga að þverfaglegri heilsugæsluþjónustu. Með því að nýta betur þekkingu heilbrigðisstétta má bæta aðgengi og jafnvel stuðla að markvissari þjónustu t.d. varðandi sálræna þjónustu, stoðkerfisvanda, hreyfingu og heilnæma næringu. Fjarheilbrigðisþjónusta getur verið mjög hagkvæm viðbót við heilsugæsluþjónustu, bætt aðgengi og aukið öryggi íbúanna. Bætt aðgengi að heilsugæslu og heimaþjónustu kemur í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita dýrari úrræða. Til dæmis getur heimaþjónusta og endurhæfing aldraða eflt lífsgæði og dregið úr þörf fyrir þjónustu á hjúkrunarheimili.Forvarnir og snemmtæk íhlutun Með því að efla forvarnir t.d. í tengslum við lífsstílssjúkdóma má draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustunnar og úr kostnaði einstaklinga t.d. vegna lyfjanotkunar og langvarandi heilsufarsvanda. Aukning sjúkdóma sem rekja má til lífsstíls, svo sem vegna mataræðis og hreyfingarleysis, getur haft í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa. Mjög brýnt er að efla forvarnir og snemmtæka íhlutun og þannig draga úr þörf fyrir flókin úrræði og dýr lyf. Í Lyfjastefnu til ársins 2020 er m.a. fjallað um mikilvægi forvarna sem lið í því að minnka lyfjanotkun. Þar segir orðrétt: „Sem dæmi má nefna að ef tækist að fækka sjúklingum með sykursýki II um 10% (þ.e. um 1.500 sjúklinga) með hreyfingu og breyttu mataræði myndi beinn kostnaður lækka um 750 millj. kr. á ári. Svipuð dæmi er hægt að nefna um aðra sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, offitu og þunglyndi. Á sama hátt er mikilvægt að draga úr tíðni stoðkerfisvanda og með því draga úr líkum á minnkaðri starfsgetu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið allt.Hvaðan getur féð komið? Sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum landsins þarf að renna í auknum mæli til þjóðarinnar og þar með til að mæta þörf hennar fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Hér er einkum átt við auðlindir sjávar, orku jarðarinnar og náttúruperlur landsins. Bætt skattheimta og eftirlit dregur úr skattaundanskotum sem nema hér á landi verulegum upphæðum sem nýtast munu til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Björt framtíð leggur áherslu á heildræna nálgun og betri samþættingu heilbrigðisþjónustunnar. Þannig má auka skilvirkni og draga úr sóun. Vísbendingar eru um víða séu tækifæri til að einfalda skipulag heilbrigðisþjónustunnar og ná fram aukinni hagræðingu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með doktorspróf í stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun