Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2016 14:30 Vignir, Geir og Róbert. Samsett mynd/Vísir Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira
Hvorki Róbert Gunnarsson né Vignir Svavarsson voru valdir í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tékklandi og Úkraínu í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2018. Leikirnir fara fram í byrjun næsta mánaðar en auk þeirra Róberts og Vignis eru hvorki Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson sem hafa báðir ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Allir fjórir hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarin ár og þó svo að það hafi verið ákvörðun Alexanders og Snorra að hætta nú er ekkert sem gefur til kynna að hálfu Geirs að þeir Vignir og Róbert eigi ekki afturkvæmt í landsliðið. „Þetta er engin yfirlýsing af minni hálfu,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Þetta tengist bara því verkefni sem við erum að fara í núna.“ Geir ákvað að velja Arnar Frey Arnarsson, sem hefur spilað vel með Kristianstad í Svíþjóð, en hann er línumaður og sterkur varnarmaður þar að auki. „Það mætti segja að Arnar sé að koma inn fyrir Vigni og þá stóð valið á milli Róberts og Kára Kristjáns. Ef við miðum við leikina gegn Portúgal í sumar má segja að Kári hafði vinninginn í því vali.“Geir á blaðamannafundi með Róberti.Vísir/StefánEn Geir tekur fram að Róbert og Vignir komi enn til greina í landsliðið. „Alls ekki. Þetta snýst meira um að prófa eitthvað annað. Ég hef verið að fylgjast með þeim eins og öðrum og hef verið í góðu sambandi við báða leikmenn. Ég hringdi í þá til að greina þeim frá þessari ákvörðun og sagði þeim jafnframt að það væri engin ákvörðun um framtíðina sem lægi fyrir.“Reyndi ekki að telja Snorra hughvarf Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið í stóru hlutverki í landsliðinu síðasta einn og hálfa áratuginn og segir Geir að hann sjái ávallt á eftir góðum mönnum. „Snorri er frábær leikmaður sem er að spila vel í Frakklandi. Hann er hokinn af reynslu og kann þetta allt frá a til ö. Við höfum verið í góðu sambandi reglulega í sumar og annað slagið tekið almenna umræðu um þessi mál,“ segir Geir. „Það var síðast um helgina sem við ræddum þetta og það leiddi til þessarar niðurstöðu. Ég virði hans ákvörðun og reyndi ekki að telja honum hughvarf. Ef ég skynja að menn eru ákveðnir í sinni afstöðu þá leggst ég ekki þungt á þá um að skipta um skoðun.“Snorri Steinn Guðjónsson.Vísir/Anton„Það var svipað með Alexander í sumar. Ég skynjaði þetta og bar virðingu fyrir hans ákvörðun,“ segir Geir enn fremur. „Mikið af þessum drengjum sem hafa verið að bera upp íslenska landsliðið síðustu ár hafa verið að velta þessum málum fyrir sér. Ólympíuleikarnir í Ríó í sumar átti að vera ákveðinn lokapunktur fyrir marga þeirra en Ísland komst ekki þangað. Því er þetta ef til vill að koma frekar í ljós nú.“Lítill tími til undirbúnings Geir segir mikilvægt að leyfa nýjum landsliðskjarna að myndast á náttúrulegum forsendum og að gera ekki stórar breytingar á landsliðshópnum hverju sinni, enda eru margir af lykilmönnum síðustu ára enn í landsliðinu. „Nú eigum við fram undan mikilvæga leiki eins og allir leikir eru í undankeppninni. Það er áhyggjuefni hversu lítinn tíma við höfum til að undirbúa okkur saman en líklega verða það ekki meira en tveir dagar. Það er því mikilvægt að gera ekki of stórtækar breytingar á landsliðinu og vonandi tekst okkur að stilla okkur rétt inn á verkefnið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira