Löggæsla er alvörumál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. október 2016 12:01 Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar