Fótbolti

United setti fjögur og Van Persie eitt á gamla heimavellinum | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United vann öruggan sigur á Fenerbache frá Tyrklandi, 4-1, í þriðju umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi en United-liðið er nú búið að vinna tvo í röð eftir að tapa í fyrstu umferð gegn Feyenoord.

Paul Pogba kom United í gang með marki úr vítaspyrnu á 31. mínútu en aðdragandinn að því var í meira lagi glæsilegur. Juan Mata tók niður frábæra sendingu Michaels Carricks í teignum og fékk víti sem Pogba skoraði af öryggi úr.

Anthony Martial skoraði annað markið þremur mínútum síðar úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur eftir glæsilega sendingu Mata og Pogba gerði út um leikinn með fallegu mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks, 3-0.

Jesse Lingaard skoraði fjórða mark Manchester United á 48. mínútu en Robin van Persie klóraði í bakkann fyrir gestina með marki á 83. mínútu á sínum gamla heimavelli, 4-1.

Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Markaveisla hjá Man. Utd

Robin van Persie skoraði fyrir Fenerbahce á sínum gamla heimavelli í kvöld en það gerði lítið því Man. Utd vann leik liðanna, 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×