Viljum við íslenska ísmola en erlent kjöt? Margrét Gísladóttir skrifar 21. október 2016 08:00 Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun