Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2016 14:24 Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans. Vísir Trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmanns alþjóða- og markaðssviðs, þegar hann upplýsti eiginkonu sína um stöðu mála í íslenska bankakerfinu í aðdraganda setningu neyðarlaganna haustið 2008, fyrndist árið 2010. Kjarninn greinir frá. Fjallað var um það í gær að Sturla hefði verið vitni að símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra, til forsætisráðherrans þáverandi Geirs Haarde þar sem ákveðið var að veita Kaupþingi Neyðarlán 6. október. Í framhaldinu voru neyðarlögin sett en flestir minnast dagsins vegna ræðu Geirs í beinni útsendingu þar sem hann bað guð um að blessa Ísland. Davíð hringdi í Geir úr síma Sturlu meðvitaður um að símtölin úr þeim síma væru hljóðrituð en það gilti ekki um síma Davíðs. Umritað símtal hefur verið á milli tannanna á fólki í lengri tíma en Geir hefur lagst gegn birtingu þess þar sem hann hafi ekki verið meðvitaður um að símtalið væri hljóðritað. Þá hafnar Geir því að hafa haft úrslitavald um 500 milljón evra lánið til Kaupþings. Seðlabankinn hafi borið ábyrgð á því. Áður hefur Davíð sagt alla hafa verið sammála um veitingu lánsins. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og nú sendiherra Íslands í Washington DC.Vísir/Anton Brink. Átti að setja neyðarlögin sólarhring fyrr Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósi í gær var vísað í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Sturla upplýsti við skýrslutöku að hann hefði talið að setja hefði neyðarlögin á sunnudagskvöldinu, sólarhring fyrr, enda var það hans mat að ljóst væri í hvað stefndi. Hann var í eldlínunni í Seðlabankanum daganna á undan þar sem Landsbankinn meðal annars grátbað um lán frá Seðlabankanum því annars væru dagar hans taldir. Sturla sagðist við skýrslutökuna reikna með því að í bönknum væri að finna hreyfingar sem ættu uppruna sinn í því að menn töldu góðar líkur á að bankarnir færu á hausinn. „Það hefði átt að samþykkja neyðarlögin og „Blessa Ísland“ á sunnudagskvöldið,“ eins og haft er eftir Sturlu í skýrslutökunni. Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Sigurjón hafi kastað inn handklæðinu Í skýrslutökunni var Sturlu kynnt endurritað símtal hans við eiginkonu sína, Helgu Jónsdóttir, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja laugardagskvöldið 4. október. Þar upplýsir hann hana um að hugsanlega verði einum banka bjargað og einnig að Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, væri „hættur að hringja og hann sé búinn að kasta inn handklæðinu, hann sé búinn að gefast upp.“ Sturla kannaðist við símtalið og „kvaðst náttúrulega hafa verið að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína,“ eins og segir í skýrslu fulltrúa sérstaks saksóknara. Sú spurning hefur vaknað hvort Sturla hafi ekki brotið almenn hegningarlög með því að ræða trúnaðarmál sem hann vissi um sökum starfs síns í bankanum við eiginkonu sína. Þess heldur þar sem eiginkonan, Helga, starfaði fyrir SFF, sem hefur þann tilgang að starfa fyrir fjármálafyrirtæki í landinu, þar með talda bankana. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Mátti ekki segja frá Almenn hegningarlög taka til opinberra starfsmanna og trúnaðarbrota en þar segir: „Opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum.“ Samkvæmt heimildum Kjarnans rannsakaði sérstakur saksóknari og sömuleiðis Fjármálaeftirlitið hvort þeir sem skráðir voru á innherjalista hafi átt í viðskiptum í kringum hrunið. Þar á meðal lykilstarfsmenn Seðlabanka Íslands á borð við Sturlu. Rannsóknirnar hafi ekki sýnt fram á nein óeðlileg viðskipti í kringum Sturlu. Því hafi Sturla ekki brotið trúnað til að afla sér né öðrum óréttmæts ávinnings eða notað slíka vitneskju í því skyni. Bent hefur verið á að Helga tilheyrir Engeyjarættinni en Guðrún Sveinsdóttir móðir hennar er systir Einars og Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum Kjarnans um rannsókn sérstaks saksóknara virðist ekkert benda til þess að neinn tengdur Sturlu og Helgu hafi verið í óeðlilegum viðskiptum á þessum tíma. Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Óvíst um næstu skref Seðlabankans Í 81. grein almennra hegningarlaga segir að sök fyrnist á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi en á fjórum árum ef þriggja ára refsing liggur við. Ljóst er að Sturla braut trúnað og við því er eins árs fangelsisbrot. Hann viðurkenndi brotið árið 2012 en brotið var hins vegar fyrnt á tveimur árum. Þess utan var hann ekki til rannsóknar í málinu heldur kallaður inn sem vitni í stóru máli. Það sem hann sagði þar mátti því ekki nota gegn Sturlu.Í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Kastljóss vegna umfjöllunarinnar kom fram að Sturla hefði greint Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra frá umræddu símtali í lok síðustu viku. Það hafi ekki verið skoðað sérstaklega af hálfu Seðlabanka Íslands. Þeirri spurningu hefur því ekki verið svarað hvort trúnaðarbrotið muni hafa áhrif á störf Sturlu innan bankans þótt hann verði ekki sóttur til saka fyrir það. Tengdar fréttir Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16 Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmanns alþjóða- og markaðssviðs, þegar hann upplýsti eiginkonu sína um stöðu mála í íslenska bankakerfinu í aðdraganda setningu neyðarlaganna haustið 2008, fyrndist árið 2010. Kjarninn greinir frá. Fjallað var um það í gær að Sturla hefði verið vitni að símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra, til forsætisráðherrans þáverandi Geirs Haarde þar sem ákveðið var að veita Kaupþingi Neyðarlán 6. október. Í framhaldinu voru neyðarlögin sett en flestir minnast dagsins vegna ræðu Geirs í beinni útsendingu þar sem hann bað guð um að blessa Ísland. Davíð hringdi í Geir úr síma Sturlu meðvitaður um að símtölin úr þeim síma væru hljóðrituð en það gilti ekki um síma Davíðs. Umritað símtal hefur verið á milli tannanna á fólki í lengri tíma en Geir hefur lagst gegn birtingu þess þar sem hann hafi ekki verið meðvitaður um að símtalið væri hljóðritað. Þá hafnar Geir því að hafa haft úrslitavald um 500 milljón evra lánið til Kaupþings. Seðlabankinn hafi borið ábyrgð á því. Áður hefur Davíð sagt alla hafa verið sammála um veitingu lánsins. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og nú sendiherra Íslands í Washington DC.Vísir/Anton Brink. Átti að setja neyðarlögin sólarhring fyrr Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósi í gær var vísað í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Sturla upplýsti við skýrslutöku að hann hefði talið að setja hefði neyðarlögin á sunnudagskvöldinu, sólarhring fyrr, enda var það hans mat að ljóst væri í hvað stefndi. Hann var í eldlínunni í Seðlabankanum daganna á undan þar sem Landsbankinn meðal annars grátbað um lán frá Seðlabankanum því annars væru dagar hans taldir. Sturla sagðist við skýrslutökuna reikna með því að í bönknum væri að finna hreyfingar sem ættu uppruna sinn í því að menn töldu góðar líkur á að bankarnir færu á hausinn. „Það hefði átt að samþykkja neyðarlögin og „Blessa Ísland“ á sunnudagskvöldið,“ eins og haft er eftir Sturlu í skýrslutökunni. Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Sigurjón hafi kastað inn handklæðinu Í skýrslutökunni var Sturlu kynnt endurritað símtal hans við eiginkonu sína, Helgu Jónsdóttir, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja laugardagskvöldið 4. október. Þar upplýsir hann hana um að hugsanlega verði einum banka bjargað og einnig að Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, væri „hættur að hringja og hann sé búinn að kasta inn handklæðinu, hann sé búinn að gefast upp.“ Sturla kannaðist við símtalið og „kvaðst náttúrulega hafa verið að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína,“ eins og segir í skýrslu fulltrúa sérstaks saksóknara. Sú spurning hefur vaknað hvort Sturla hafi ekki brotið almenn hegningarlög með því að ræða trúnaðarmál sem hann vissi um sökum starfs síns í bankanum við eiginkonu sína. Þess heldur þar sem eiginkonan, Helga, starfaði fyrir SFF, sem hefur þann tilgang að starfa fyrir fjármálafyrirtæki í landinu, þar með talda bankana. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Mátti ekki segja frá Almenn hegningarlög taka til opinberra starfsmanna og trúnaðarbrota en þar segir: „Opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum.“ Samkvæmt heimildum Kjarnans rannsakaði sérstakur saksóknari og sömuleiðis Fjármálaeftirlitið hvort þeir sem skráðir voru á innherjalista hafi átt í viðskiptum í kringum hrunið. Þar á meðal lykilstarfsmenn Seðlabanka Íslands á borð við Sturlu. Rannsóknirnar hafi ekki sýnt fram á nein óeðlileg viðskipti í kringum Sturlu. Því hafi Sturla ekki brotið trúnað til að afla sér né öðrum óréttmæts ávinnings eða notað slíka vitneskju í því skyni. Bent hefur verið á að Helga tilheyrir Engeyjarættinni en Guðrún Sveinsdóttir móðir hennar er systir Einars og Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum Kjarnans um rannsókn sérstaks saksóknara virðist ekkert benda til þess að neinn tengdur Sturlu og Helgu hafi verið í óeðlilegum viðskiptum á þessum tíma. Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Óvíst um næstu skref Seðlabankans Í 81. grein almennra hegningarlaga segir að sök fyrnist á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi en á fjórum árum ef þriggja ára refsing liggur við. Ljóst er að Sturla braut trúnað og við því er eins árs fangelsisbrot. Hann viðurkenndi brotið árið 2012 en brotið var hins vegar fyrnt á tveimur árum. Þess utan var hann ekki til rannsóknar í málinu heldur kallaður inn sem vitni í stóru máli. Það sem hann sagði þar mátti því ekki nota gegn Sturlu.Í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Kastljóss vegna umfjöllunarinnar kom fram að Sturla hefði greint Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra frá umræddu símtali í lok síðustu viku. Það hafi ekki verið skoðað sérstaklega af hálfu Seðlabanka Íslands. Þeirri spurningu hefur því ekki verið svarað hvort trúnaðarbrotið muni hafa áhrif á störf Sturlu innan bankans þótt hann verði ekki sóttur til saka fyrir það.
Tengdar fréttir Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16 Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Árni Páll Árnason rifjar í tilefni af fréttum kvöldsins upp þegar Davíð Oddsson kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. 19. október 2016 23:16
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30