Innlent

Lokatölur í Norðaustur: Samfylking heldur einum manni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Allar líkur eru á að Logi Einarsson verði eini þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Allar líkur eru á að Logi Einarsson verði eini þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi er eini kjördæmiskjörni þingmaður flokksins eins og staðan er núna. Ólíklegt er að Samfylkingin nái inn jöfnunarþingmanni í kjördæminu. Samfylkingin hlaut 1816 atkvæði í kjördæminu eða 8 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í kjördæminu og hlaut 6014 atkvæði eða 26,5 prósent. Næst stærsti flokkurinn í kjördæminu er Framsóknarflokkurinn með 4542 atkvæði eða 20 prósent. Björt framtíð hlaut 774 atkvæði eða 3,4 prósent og nær ekki manni inn á þing. Þá hlaut Viðreisn 1482 atkvæði eða 6,5 prósent og samkvæmt því nær Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, sæti sem jöfnunarþingmaður.



Stöð2/Grafík
Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 28,9 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 16,3 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,6 prósent. Samkvæmt þessu er möguleiki á að mynda tveggja flokka ríkisstjórn, en það hefur ekki verið ljóst undir morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×