Jón Magnússon: GLÆSILEGT og til hamingju USA Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 13:32 Jón Magnússon: Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin. Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56