Handbolti

Lauflétt hjá strákunum hans Guðmundar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danir tapa varla leik undir stjórn Guðmundar.
Danir tapa varla leik undir stjórn Guðmundar. vísir/anton
Danir eru með fullt hús stiga í undankeppni EM 2018 eftir 13 marka sigur, 23-36, á Lettum á útivelli í kvöld.

Danir unnu níu marka sigur, 29-20, á Hollendingum í 1. umferðinni og fylgdu honum eftir með enn stærri sigri í dag.

Guðmundur Guðmundsson gaf nýjum mönnum tækifæri í leiknum í Lettlandi og þeir stóðu fyrir sínu.

Lasse Andersson og Lasse Svan Hansen voru markahæstir í danska liðinu með sjö mörk hvor. Jesper Nöddesbo kom næstur með sex mörk.

Danir eru með fjögur stig í riðli 1 líkt og Ungverjar sem mörðu Hollendinga með einu marki í dag, 27-28.


Tengdar fréttir

Danir stungu af í seinni hálfleik

Ólympíumeistarar Dana unnu níu marka sigur, 29-20, á Hollendingum í undankeppni EM 2018 í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×