„Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 22:38 „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“ Donald Trump Kjararáð Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“
Donald Trump Kjararáð Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira