Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2016 18:00 Guðjón Valur skoraði fjögur mörk í leiknum. vísir/ernir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%). EM 2018 í handbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%).
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira